Panta litahandbók

  • stærð A4 (21×30 cm, opið 42×30 cm)
    heftuð, en hágæða offset-prentun á hágæða pappír
    68 bls.
  • prentuð á Akureyri/í Reykjavík (Prentmet Oddi)
  • verð: 5.000 kr með vsk. (= 4.506 kr án vsk.); 4 stk. eða fleiri: 4.500 kr/stk.

Það eru 3 möguleikar í boði:

  • þú kaupir á sölustað og borgar á staðnum; enginn magnafsláttur þar; engin forpöntun/pöntunarform! Þetta eru sölustaðirnar (kannski bætast seinna fleiri við):
    • í Varmahlíð (Gallerí Alþýðulist – rétt við Olís)
    • á Sauðárkróki (Skagfirðingabúð)
    • á Blönduósi (Lífland)
    • í Borgarnesi (Kaupfélag Borgfirðinga)
    • í Reykjavík (Gallerí 16, Vítastíg 16)
    • á Selfossi (Fóðurblandan)
    • á Hvolsvelli (Fóðurblandan)
    • hjá Eymundsson í Reykjavík og á Akureyri
  • þú millifærir fyrirfram og sækir á afhendingarstað – þá þarftu að nota pöntunarformið fyrir neðan þar sem allir afhendingarstaðir koma fram
  • þú millifærir fyrirfram og færð bókina senda heim – þá notarðu einnig pöntunarformið fyrir neðan

Varðandi afhendingarstaðina. Þú mátt sækja eintakið þitt/eintökin þín á afhendingarstaðnum sem þú velur í forminu; bækurnar verða þarna fáanlegar a.m.k. til 31. maí – en best að sækja sem fyrst, það er ekki send nein sérstök tilkynning til þín. Það er sýniseintak á öllum stöðvum þannig að það er líka hægt að ákveða sig á staðnum!

Bankaupplýsingar: 0372-13-112161, kt. 140570-2739

Mikilvægt:

Eftir að þú ert búin/n að ýta á „Panta núna“ neðst á síðunni, hverfur pöntunarformið, upplýsingarnar þínar einar eru eftir og efst finnst staðfesting á þýsku sem lítur þannig út:

„Zurück gehen
Deine Nachricht wurde gesendet

Ef það gerist ekki, þá tókst ekki að senda pöntunina!
Í þessu tilfelli ýta aftur (eða gefa upp upplýsingar sem vantar enn sem er algengasta ástæðan fyrir að pöntunin er ekki send) – og í versta falli endurnýja síðuna og fylla inn upplýsingarnar einu sinni enn.

Ef það klikkar líka, sendu mér tölvupóst (ýta hér) eða skilaboð í facebook-messenger með upplýsingarnar þínar. (En venjulega gengur það strax í gegn!)

Um bókina

Er þessi kind grámórauð? Eða ljósmórauð? Eða kannski mókolótt? Hvernig lítur mógolsubotnótt út? Af hverju fór ærin á fjall með gult andlit en þegar hún kemur heim um haustið er það dökkgrátt? Hvað er gofótt? Eða mögótt?

Þessi handbók á annars vegar að hjálpa bændum að greina liti á réttan hátt og hins vegar að sýna fjölbreytileika íslenskra sauðalita í allri sinni dýrð. Auk þess sjást helstu svæðisbundnu litaheitin á Íslandskorti. Einnig er fjallað um ullarliti og ull – úr sjónarhorni bæði ullarverksmiðja og handverksfólks; svo eru bornar saman mismunandi rúningsaðferðir og áhrif þeirra á ullargæði.

Fyrirtækið Kraftbílar á Akureyri (Kristján B. Jónsson) styrkir útgáfu bókarinnar – sérstakar þakkir til þeirra – mjög dýrmætt að fá alveg óvænt þetta rausnalega boð! Annar styrktaraðili er Framleiðnisjóður landbúnaðarins (verkefnið byrjaði 2020!).

Svo komu fjölmargir bændur með alls konar myndir og upplýsingar – ómetanlegt til að sýna allan fjölbreytileikann. Þeirra er getið með nafni í bókinni. Síðast en ekki síst hjartanlegar þakkir til Karvels (RML), Ólafs (KM-þjónustan), Ragnhildar (Svæðisgarður/Gestastofa Snæfellsness), Reynis (Miðdalsgröf), Helgu Guðnýjar (Húsasmiðjan Ísafirði) og Þorsteins (Skálafell) sem standa á bak við afhendingarstaðina – bændur spara dýrt burðargjald og ég spara mikinn tíma!

Hér eru nokkur sýnishorn úr bókinni:

Og í lokin: Ekki furða þig að „ramminn“ síðunnar er á þýsku – ég hef verið að selja bækur á þýsku um íslenskan landbúnað í gegnum þessa síðu, hún er eina heimasíðan sem ég hef auðveldan aðgang að!