Skólar geta pantað ókeypis bekkjarsett af bókinni „Litadýrð – handbók um liti í íslenska sauðfjárstofninum“ (nánari upplýsingar um bókina hér), á meðan birgðir endast. Til að geta sinnt sem flestum skólum, er beðið um að gefa upp a) lágmarksfjölda og b) „óskafjölda“ (þar sem allir nemendur bekkjarins og kennarinn geta notað eintak fyrir sig). Ef eftirspurnin er mikil, verður sendur lágmarksfjöldinn, annars óskafjöldinn.
Bækurnar sjálfar eru skólunum að kostnaðarlausu – þeir borga eingöngu sendingarkostnað (burðargjald) beint til póstsins við afhendingu sendingarinnar.
Vinsamlegast sendið pöntunina inn í síðasta lagi á mánudaginn, 10. mars 2025.
Hafðu samband ef sendingin er ekki búin að skila sér 21. mars (netfang og sími sjá neðst á síðunni).
Ath: Ef þú ýtir á „panta núna“ hér fyrir ofan, breytist síðan og þú sérð staðfestingu.
Ef það gerist ekki, þá tókst þér ekki að senda inn pöntun! Ertu kannski ekki búin/n að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar?
Sendu tölvupóst á lina [hjá] ridaneitakk.net eða hringdu í 831 3810, ef þú skyldir lenda í vandræðum – eða ef sendingin er ekki búin að skila sér 14. mars.