->Á íslensku!

Mesta máli fyrir Íslendinga skiptir örugglega handbókin um sauðfjárliti, „Litadýrð“, sem kom út vorið 2024. Hún fæst eingöngu á íslensku, enda eru íslenskir sauðfjárbændur aðalmarkhópurinn og auk þess allir Íslendingar sem hafa áhuga á sauðfé og ull. Nánari upplýsingar um hana og hvar hún fæst, finnast hér (ýta).


Svo nýtir sveitardagatalið „Hvammshlíðardagatal“ mikillar vinsældar sem hefur komið út síðan 2018; Íslendingar eru aðalmarkhópurinn almanaksins, en það inniheldur líka texta á þýsku því áhuginn í þýskumælandi löndum á ljósmyndadagatali, sem er á sama tíma fræðandi, er mikill. Á aðalsíðunni (ýta) verður alltaf bent á nýjustu útgáfuna þegar hún er fáanleg (ásamt sýnishorni) og það er hægt að forpanta næstu útgáfuna (ýta) utan venjulegs sölutímabils þess.


Forlagið Verlag Alpha Umi sérhæfir sig annars í bókum um íslensk efni til að fræða Íslandsvini og ferðamenn. Eini starfsmaðurinn forlagsins er Karólína – hún vildi gefa út bækurnar, sem hún skrifaði á árunum 2015 til 2017, á auðveldan hátt sjálf. Upplýsingarnar sem koma fram í bókunum veita dýpri innsýn í íslenska heiminn „á bak við tjaldið“. Markmið forlagsins er að útrýma „vinsælum misskilningum“ um Ísland og að skapa í staðinn dýpri skilning fyrir sögu, menningu og daglegu lífi Íslendinga á tveimur og fjórum fótum. Íslensk húsdýr standa í forgrunni, fyrst og fremst kindur og hestar, tilvera þeirra er nátengd mönnunum og hluti af rammíslenskri menningu.

Bækurnar forlagsins henta sérstaklega vel sem söluvara í söfnum, „Beint frá býli“-verslunum, handverks- og gjafavörubúðum og öllum sölustöðum sem eru einhvern veginn tengdir ferðamönnum. Forlagið veitir endurseljendum 25 til 35% afslátt. Hægt er að panta beint hjá Karólínu í tölvupósti info (hjá) verlag-alpha-umi.de eða í síma 865 8107. Hérna er stutt yfirlit yfir bækurnar forlagsins; allar bækur eru 21 cm breið og 15 cm há, heftaðar, allt í lit á hágæða pappír og prýddar ótali skemmtilegum og fróðlegum myndum.


1501 Das Islandschaf - Wollmilchsau Umschlag end.inddÍslenska sauðkindin hefur verið ómissandi og er enn mikilvægur hluti íslenska samfélagsins. Bókin fjallar um alla helstu eiginleika svo sem litina, hornalag, ullarlag, um ullarvinnslu og sláturafurðir fyrr og nú, um fengitíma, sauðburð, afrétti, göngur og réttir, um sjúkdóma og varnarlínukerfið og síðast en ekki síst um íslenskt sauðfé í útlöndum.

Tungumál: þýska (Das Islandschaf), enska (Icelandic Sheep)
Venjulegt söluverð: 1.500 kr (á þýsku), 1.800 kr (á ensku)

60 bls (á þýsku), 64 bls (á ensku); Kápa og innihaldslýsing (PDF-skjal, 3 bls): á þýsku og á ensku

1504 Forystufé - Umschlagtitel

Annað bindi um íslenskt sauðfé sem fjallar eingöngu um hið sérstaka kyn forystufjár. Öldum saman björguðu djarfar forystukindur mönnum og skepnum þegar þær rötuðu heim í svartri þoku, í stórhríðum eða öðrum óveðrum. Bókin svara öllum helstu spyrningum í kringum þetta greindasta sauðfjárkyn í heiminum.

Tungumál: þýska
Venjulegt söluverð: 1.800 kr

68 bls; Kápa og innihaldslýsing (PDF-skjal, 3 bls)

1508 Zuchtlinien TitelmotivStóru hrossaræktunarlínurnar Svaðastaðir, Sauðárkrókur, Kolkuós, Kirkjubær, Hornafjörður og Hindisvík eru ómissandi grunnur nútímalegrar hrossaræktunar þótt línuræktun tilheyri að mestu leyti fortíðinni núna. Bókin hjálpar til að skilja þetta samhengi og kynnir gömlu línurnar, auk þess býður hún upp á fróðleik um líf hesta og manna á Íslandi fyrr og nú. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Þróunarsjóður hestamennskunnar veittu styrkir til ensku útgáfunnar.

Tungumál: þýska (Alte Zuchtlinien), enska (Old Breeding lines)
Venjulegt söluverð: 2.100 kr (á þýsku), 2.500 kr (á ensku)

82 bls; Kápa og innihaldslýsing (PDF-skjal, 3 bls): á þýsku og á ensku

1512 Border Collies Titel

Border Collie hundar eru ómissandi hjá nútímalegum sauðfjárbændum. Saga þessara hunda á Íslandi er rakin, sagt frá sex einstökum gæðahundum og rætt við eigendur þeirra. Síðustu tveir kaflarnir fjalla sérstaklega um einkenni smalaeðlisins og sýna möguleika hvernig hundurinn getur komið í þjálfun og vinnu með hjarðdýrum þótt eigandinn sé ekki bóndi.

Tungumál: þýska
Venjulegt söluverð: 1.900 kr

68 bls; Kápa og innihaldslýsing (PDF-skjal, 3 bls)

1602 Eismähne Titel

Öldum saman urðu íslensk útigangshross að bjarga sjálfum sér í verstu veðrum. Nokkur dóu á hverjum vetri en þau sem lifðu urðu forfeður og -mæður harðgerða hrossakynsins sem íslenski hesturinn er í dag. Bókin veitir innsýn í þennan kalda heim og útskýrir hvaða athyglisverðir hæfileikar íslenskir hestar búa yfir til að lifa veturinn af.

Tungumál: þýska og enska (í sömu útgáfu)
Venjulegt söluverð: 1.900 kr

60 bls; Kápa og innihaldslýsing (PDF-skjal, 3 bls)

1604 Schafshautschlappen TitelMargir lesendur óskuðu eftir fleiri „sönnum forsögnum“ úr íslenskri fortíð. Þess vegna kom út þessi bók, einungis með sögum um menn, hross, kindur og hunda á ferðalögum eða í öðrum ævintýrum. Bókin inniheldur auk þess athyglisverðar, gamlar myndir af mönnum og skepnum fortíðarinnar sem segja sína eigin sögu.

Tungumál: þýska
Venjulegt söluverð: 2.100 kr

68 bls; Kápa og innihaldslýsing (PDF-skjal, 3 bls)

1609-maulwurfshuegel-titel-internetTorfbyggingar eru mikilvægur þáttur íslensku menningunnar. Margir ferðamenn hafa áhuga en það hafa svo gott sem engar nútímalegar bækur í erlendum tungumálum verið til sem fjalla um sögu og bakgrunninn þeirra nánar. Það hefur breyst núna – bókin býður upp á umfangsmiklar upplýsingar á skemmtilegan hátt. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) veittu styrkir til útgáfunnar.

Tungumál: þýska
Venjulegt söluverð: 2.100 kr

68 bls; Kápa og innihaldslýsing (PDF-skjal, 3 bls)