Tvílitt í Fjárvís

Núverandi litalykill í Fjarvís (apríl 2024) er bara með mjög takmarkaða valkosti varðandi tvílitt. Þetta breytist vonandi fljótlega; þess vegna vantar í litahandbókinni Litadýrð upplýsingar um tvílita litalykla. Hér er hægt að sjá blaðsíðurnar um tvílitt ásamt litalyklum sem eru í gildi rétt núna (ýta á myndina til að stækka hana; hægt að hlaða henni niður/vista með því að hægri smella á músina), en þær eru uppfærðar í hvert skipti þegar breyting verður í Fjárvís.

Ath: Það koma eingöngu fram númerin sem varða tvílitt (og verða bætt við í lok litanúmersins – dæmi svartbotnuflekkótt = 373 því 37 er svartbotnótt og 3 er flekkótt). Ég læt koma fram öll númer varðandi tvílitt sem eiga við í hvert skiptið; Fjárvís leyfir samt ekki nema eitt númer í einu. Þetta mun sem sagt vonandi breytast fljótlega, í besta falli í vetur.