(Sauðfjár-)Litafréttir

Fyrst smá yfirlit yfir alls konar ítarefni í kringum liti (ýta á textann til að opna viðkomandi síðu):

En núna varðandi þessa „fréttasíðu“. Hér eiga að birtast aðallega tvenns konar fréttir:

1. þegar Fjárvís-litalykillinn verður uppfærður – því það er margt ábótavant í honum (og Sigurborg Hanna Sigurðardóttir kom þegar 2016 með ítarlega tillögu um breytingar í BS-lokaverkefninu sínu)

2. þegar rannsóknir um liti og sérstaklega litaerfðir fara í gang eða skila niðurstöðum – það var sótt um styrk til að rannsaka erfðir þessara lita (samstarfsaðilar: Gesine Lühken prófessor, Þýskalandi – sem er líka í riðurannsóknarteyminu -, Eyþór Einarsson, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Teitur Sævarsson):

 • mókolótt
 • grá-/blákolótt
 • gult

Auk þess virðast þessir litir ekki verið rannsakaðir – mögulega snúum við okkur að því líka ef vel gengur með hitt:

 • „síhrafnsvart“, „sídökkmórautt“ (þessi ull – sérstaklega togið – heldur lit alla ævi)
 • botnótt: „smekkbuxnasmekkur“ (síður „smekkur“ í staðinn fyrir stuttan sem er langalgengastur)
 • golsótt: stór dökkur „herðablettur“ eða áberandi dökkur kragi

Og ekki síst verður gert tilraun til að finna „eingena-grábotnótt“ (ýta til að lesa meira, „grey mufflon“ á ensku) aftur sem Stefán Aðalsteinsson skilgreindi á sjötta og sjöunda áratug á Suðurlandi.

Þú getur hjálpað!

Ef þú veist af kindum með eftirfarandi liti, þá mátt þú hafa samband við mig (facebook-messenger <- ýta hér; eða í tölvupósti <- ýta hér):

 • hrafnsvart eða dökkmórautt tog um allan skrokkinn (ekki bara þel!) þrátt fyrir að vera 7 vetra eða eldri
 • golsótt með stóran dökkan „herðablett“ eða dökkan kraga (sjá litahandbókina, bls. 20 og mynd hér fyrir neðan)
 • grábotnótt eða grámóbotnótt með sídökkt andlit og dökka rönd (sjá litahandbókina, bls. 7 og mynd hér fyrir neðan)
 • botnótt með „smekkbuxnasmekk“ (sjá litahandbókina, bls. 24 og mynd hér fyrir neðan)
 • botnótt með áberandi hvítan siðublett (eins og í Færeyjum eða í villifé, sjá mynd hér fyrir neðan)

Eða ef þú hefur nú þegar pælt í erfðum eftirfarandi lita og ert með gögn (aðallega ættartré með skráða liti) sem hjálpa til:

 • mókolótt, grákolótt, blákolótt
 • dökkgult

Eða ef þú hefur einhvern tíma fengið grábotnótt lamb undan grábotnóttri á og hrút, sem er hvorki grár, grámórauður, hvítur, botnóttur né golsubotnóttur (eða öfugt, undan grábotnóttum hrút o.s.frv.). Það gæti verið „eingena-grábotnótt“!

Dæmi (myndir: Emelía Elín Magyar, Sigursteinn Bjarnason, Jón Nónklett (Færeyjum), Sigurborg Hanna Sigurðardóttir):