Rúningur og ullargæði

Í þessu myndbandi (ýta) eru sýndar eftirfarandi rúningsaðferðir og fjallað um áhrif þeirra á ullargæði og dýravelferð:

  • lausa ullin tekin af kindinni án þess að nota klippur
  • klippt með handklippum
  • vélklipping – „gamla“ aðferðin (kindin situr allan tímann) – um ný-sjálensku aðferðina (sem kemur ekki fram í myndbandinu – er aðeins fjallað neðst á þessari síðu

Því miður var af óskiljanlegum tæknilegum ástæðum ekki hægt að hafa eftirfarandi myndir með í myndbandi sem sýna mismunandi „vinnsluröð“ við handklippingu. Þess vegna koma þær fram hér:

Við vélrúning er infaldasta aðferðin til að lágmarka álagið fyrir kindina að nota „gömlu“ aðferðina. En það er líka hægt að lágmarka hættu á meiðslum þegar ný-sjálenska aðferðin er notuð,  ef eftirfarandi er haft í huga:  Kindur upplifa sig í lífshættu þegar þær liggja á bakinu og reyna því allt til að koma sér úr þeirri stöðu – stóraukin meiðslahætta.  Einföld leið til að gefa kind öryggistilfinningu þegar hún liggur á hliðinni eða á bakinu er að styðja vel við hausinn og halda honum vel uppi, alls ekki ýta hausnum niður! Þetta sést greinilega á leiðbeiningarspjaldi LBHÍ:

Og einnig í þessu myndbandi (ýta). Ekki síst er kindin skemmtilega doppótt! (Það fer eftir aðstæðum hvort skynsamlegt er að skilja kviðullina eftir eða ekki – ég sýni þetta myndband eingöngu til að koma með dæmi þar sem hausnum er alltaf haldið vel uppi.)

Hér er annað myndband (ýta) (forystusauður rúinn: flekkóttur og doppóttur!), upp úr 4:56. Þar sést vel viðkvæmi tímapunkturinn: Allt í einu verður sauðurinn hræddur því hann er á bakinu og ekki stutt við hausinn (best að horfa upp úr 5:49, en þetta kemur í kringum 5:58), en sem betur fer tekur rúningsmaðurinn þá í hornið og sauðurinn finnur stuðning, róast strax. Samt er augljóst að rúningsmaðurinn hefur þetta vandamál ekki í huga – líklega þar sem sauðfjárkynin sem hann þekkir eru með öðruvísi geðslag.