Einhverra ástæða vegna virkaði formið ekki á riduvarnir.is – þess vegna varð ég að nota þessa bókasölusíðu hér, ekki furða þig!
E.t.v. virkar þetta form samt misvel í mismunandi tækjum. Stundum vantar hnapp til að skrá upplýsingarnar, stundum sjást ekki einu sinni spurningarnar! Best virkar það í tölvu. En til öryggis setti ég spurningarnar og svarmöguleikana inn sem venjulegan texta neðst á síðunni.
Ef þú lendir þrátt fyrir allt í vandræðum, sendu mér skilaboð á facebook-messenger eða hringdu í átta sextiu og fimm, áttatíu og einn, núll sjö. Við finnum út úr þessu!
Athugið! Það þarf að ýta vel á þennan hnapp hér fyrir ofan – þá breytist útlitið síðunnar og staðfestingartexti birtist: „Skráning tókst“. Ef það gerist ekki, þá tókst þér ekki að skrá þig! Bara ýta aftur – ef það dugar ekki, taktu bara skjámynd af upplýsingunum og sendu mér hana í tölvupósti eða á facebook-messenger.
Listinn fyrir T137-sölubú er uppfærður einu sinni á dag og finnst hér (ýta). (Skráning þín kemst ekki sjálfkrafa inn.)
Ef þú sérð ekki einu sinni spurningarnar hér fyrir ofan, notaðu þessar hér fyrir neðan í staðinn. Þú sendir mér tölvupóst á lina (at) ridaneitakk.net eða skilaboð á facebook-messenger og …
- gefur upp númer spurningarinnar ásamt svari (dæmi: „2. Jón Jónsson“)
- númer ásamt stöfum valmöguleikanna sem þú valdir (dæmi: 6. a, b, f, g).
Fyrirgefðu þetta vesen, en það borgar sig – þar með ertu komin/n á T137-sölulistann!
Spurningar til að skrá sig:
1. Bæjarnafn
2. Nafn bóndans
3. Varnarhólf
4. Símanúmer
5. Ertu á Facebook? Ef svo er, hvað er nafnið þitt þar?
6. T137-gripir þínir geta verið* …(hægt að velja fleiri valmöguleika)
a) hyrndir/sívalhyrndir
b) kollóttir
c) ferhyrndir
d) ferukollóttir
e) hnýflóttir
f) hvítir
g) mislitir
h) með Lóu- eða Þokugen
i) „alvöru“ forystukindur sem fara á undan (þótt blendingar séu)
7. T137-gripir þínir rekja ættir sínar til … (hægt að velja fleiri valmöguleika)
a) Bergstaða/Miðfirði
b) Engihlíðar
c) Möðruvallar
d) Reykja/Hjaltadal
e) Stóru-Hámundarstaða
f) Straums
g) Sveinsstaða
h) Syðri-Haga
i) ekkert af þessu finnst í ættinni
8. Mestu máli í ræktuninni þinni skipta … (hægt að velja fleiri valmöguleika)
a) frjósemi
b)mjólkurlagni
c) gerð
d) fita
e) ómv.
f) fallþungi
g) ullargæði
h) litafjölbreytileiki
i) þægilegt geðslag
j) annað
9. Er búið þitt skilgreint sem „áhættubær“ samkvæmt skilgreiningu MAST?
nei
já
Ath: „Áhættubær“ er bær sem hefur faraldsfræðilegar tengingar við riðubæ undangengin sjö ár fyrir staðfestingu riðunnar. MAST
skilgreinir þessa bæi. Flestir bæir í sýktum hólfum („áhættuhólfum“) eru EKKI áhættubæir! Sjá Landsáætlun, bls. 20/21.
10. Er líka C151 til í stofninum hjá þér?
já nei