Hvammshlíðarostur

Litla ostavinnslan mín hérna á bænum Hvammshlíð í norðlensku fjöllunum er rétt í startholunum. Ferlið dróst eitthvað á langinn „tæknilegra“ ástæðna vegna en núna er mjög líklegt að framleiðslan hefst rétt eftir áramót. Fyrstu ostarnir verða vonandi tilbúnir um miðjan febrúar. Þeir verða fáanlegir beint hjá mér og í völdum búðum sem ég mun birta hérna þegar nær dregur. Á Facebook-síðunni „Hvammshlíðarostur“ (smella) mun ég fjalla reglulega um framvinduna.

Þetta eru einkenni Hvammshlíðarostanna:

  • Einungis alíslenskt hráefni: íslensk kúamjólk (stundum geita- eða sauðamjólk), íslenskar villijurtir, flettur og þörungar, íslenskt sjávarsalt. Engin rotvarnar-/litarefni.
  • Mildur ostur sem hentar flestum, samt ekki „þetta venjulega“.
  • Fjórar tegundir – væntanlega blóðberg, fjallagrös, söl og „hreinn“ ostur – mynda grunninn.
  • Óskaostur þar sem kaupandinn velur sjálfur kryddið sem ég nota í þennan ost.
  • Ostaáskrift til að tryggja sér alltaf nógan ost á hagstæðu verði.

Ef þú vilt þá læt ég þig vita þegar salan er komin af stað. Bara hringja í 865 8107 eða senda mér línu á Facebook (Karólína í Hvammshlíð) eða í tölvupósti 14carom (at) web.de

Um bakgrunninn.

Síðan ég var 7 eða 8 ára hef ég mikinn áhuga á kúm, kindum og geitum – og mjólkinni úr þeim. Sem unglingur las ég alls konar ostargerðarbækur og ekki síst prófaði mig áfram. Veraldarnetið var enn ekki til þá. Sem betur fór hafði ég alltaf aðgang að kúamjólk beint frá bónda, og súrmjólk, skyr og smjör urðu „aðalafurðir“ mínar þess tíma.

Sem fjósakona á Húsatóftum kviknaði fyrst hugmyndin að búa einhvern tímann með kýr. Síðar fékk ég að láni frá sveitunga mínum tvær geitur sumarlangt og uppgötvaði samhengi á milli fóðurs og mjólkurbragðs. Svo eignaðist ég fyrstu kindurnar (sem eru rúmlega 50 í dag) og hef alltaf mjólkað einhverjar af þeim. Á hinn boginn hef ég ávallt verið heilluð af villtum nytjarplöntum, flettum og sveppum. Síðustu mánuðina – ekki síst út af „covid-ástandinu“ – þróaðist hugmyndin að sameina öll þessi áhugamál. Og að gefa fleirum tækifæri að njóta þeirra dýrmætu gæðaafurða sem íslensku mjólkurdýrin og íslenska náttúran býður upp á. Ég fór að vinna mig í gegnum reglugerðir og reiknaði allt fram og til baka, talaði við góðan vin um drauminn minn og viti menn, hann bauð mér að lána mér til að kaupa gám og tækin til að stofna litla ostagerð. Ótrúlegt!! Eftir að nokkrir vinir, vinir þeirra og frændfólk höfðu smakkað sig í gegnum mögulega hentugar ostategundar og gefið „grænt ljós“ sótti ég um starfsleyfi.

Persónulega myndi ég aldrei kaupa innfluttan ost og ég vona að ostarnir mínir leggi sitt að mörkum til að víkka úrvalið fyrir neytendur þannig að þeir velja síður, helst aldrei, útlenska vöru.

Sýnishorn prufuosts - dæmi: blóðbergsostur

Sýnishorn prufuosts – dæmi: blóðbergsostur